Myndasagan: hetjur, skrýmsl og skattborgarar

Froskur útgáfa
2014

Fræðirit um heim myndasagna sem ætlað er að breiða út þá einföldu en mikilvægu staðreynd að myndasögur eru skemmtilegar.

Niðurskipun efnisþátta í bókinni miðast við þrjár meginlínur myndasagna: Evrópskar, Bandarískar og Japanskar, sem síðan greinast í frekari flokka. Helstu flokkarnir eru: Manga, Evrópskar sögur, Ofurhetjur, Vísindaskáldskapur, Hrollvekjur, Ævintýri, Skáldrit, Skrípó, Gamansögur og Annað. Sérstakur kafli er um myndasögur á Íslandi. Hverjum flokki fylgir ágrip af sögu og helstu einkennum, auk þess sem tekin eru dæmi til greiningar útfrá kenningum um frásagnaraðferðir og myndmál myndasögunnar.